Dagur jólapeysunnar á morgun
11. desember, 2014
Stjórnendur GRV eru meðal þeirra sem taka þátt í jólapeysunni, áheitasöfnun Barnaheilla. Í kjölfar umræðu um dag jólapeysunnar á morgun, föstudaginn 12. desember, hafa þeir sent eftirfarandi orðsendingu til foreldra.
�?essi dagur er haldinn á landsvísu af Barnaheill og tilgangurinn með honum sá að einstaklingar og fyrirtæki geta safnað áheitum, öll áheit sem safnast eru til styrktar Vináttu-verkefni Barnaheilla, forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum þangað sem gjarnan má rekja rætur eineltis. Skapist umræða um þetta heima fyrir er tilvalið að fara yfir það með börnunum hver tilgangurinn með þessum degi sé og kynna þetta verkefni fyrir þeim. Allar upplýsingar má finna inn á www.barnaheill.is.
Barnaheill hvetja skóla og fyrirtæki til að taka þátt í þessum degi og ákváðum við í GRV að gera það með því að stjórnendur GRV sendu inn mynd af sér í jólapeysu til að safna áheitum og ætla þá að taka á móti nemendum í jólapeysum nokkra daga í desember. Við erum alls ekki að hvetja til þess að allir nemendur mæti í jólapeysum á morgun, þeir sem eiga þannig peysu mega endilega mæta í henni. Við höfum síðustu ár haft þennan dag rauðan dag og mega nemendur endilega mæta í rauðu, með jólahúfu, í jólaskokkum eða með eitthvað annað jólalegt.
Með jólakveðju,
stjórnendur GRV
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst