Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn um land allt á morgu, föstudag. Í Vestmannaeyjum verður Fiska- og Náttúrugripasafnið og Surtseyjarstofa opin milli 13 og 16 og frítt inn. Auk þess verður upplestur á Fiskasafninu sem hefst klukkan 12:30 en þar verða lesin valin brot úr lundaveiðimannatali Árna Árnasonar frá Grund og skrifum hans um veiðimennsku og úteyjalíf.