�?Konudagurinn er haldinn hátíðlegur með hefðbundnum hætti á mínu heimili, blóm og dýrindis matur eldaður af eiginmanninum er löngu orðin hefð. Stórar og miklar gjafir hafa ekki tíðkast við þetta tilefni en stundum hefur eiginmaðurinn þó komið á óvart og það gerði hann svo sannarlega eitt árið þegar hann kom færandi hendi með eina þá órómantískustu gjöf sem sést hafði en það voru forláta skíðastafir. Gjöfin var þó fyrirgefin því með henni fylgdu þau orð að þetta væri nú bara upphafið, næst kæmu skíðin og þannig átti ég að eignast forláta skíðasett þegar fram liðu stundir. En eitthvað er skammtímaminni míns betri helmings í ólagi því enn þann dag í dag, mörgum árum seinna, á ég þessa líka forláta skíðastafi en skíði eða annað tilheyrandi hef ég ekki ennþá séð. Skýringarnar gefur hann helstar að það hafi nú ekki snjóað síðan og því ekki verið ástæða til að bæta í búnaðinn. En ég lifi í voninni um að einhvern tímann eignist ég skíði en ætli stafirnir verði þá ekki orðnir löngu úreltir?�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst