Eyjastuðbandið Dans á Rósum lagði á dögunum land undir fót og hélt í víking til Brüssel í Belgíu. Þar var Þorrablót og var sveitin fengin til að halda uppi stuðinu. Eyjabandið var ekki í vandræðum með það og spilaði eins lengi og lögregluyfirvöld borgarinnar leyfðu. Sveitin stillti sér svo upp ásamt ræðumanni kvöldsins, Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra og Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brüssel.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst