Gleðigjafarnir í Hljómsveitinni Dans á rósum verða á ferð og flugi um helgina og ætla að leggja leið sína í Kópavoginn. Hljómsveitin mun troða upp á SPOT, einu glæsilegasta danshúsi landsins, bæði föstudags og laugardagskvöld 13. og 14. janúar. Lofa félagarnir góðu stuði og hvetja alla dansþyrsta til að mæta.