Fyrrum aðstoðarþjálfari ÍBV í knattspyrnu, Dean Martin, er genginn í raðir Breiðabliks en þar mun hann þjálfa 2. flokk félagsins með Páli Einarssyni. �?etta kemur fram á Fótbolti.net en hinn 42 ára gamli Dean lék 20 leiki með ÍBV í sumar og var einn af betri mönnum liðsins í mörgum þeirra. Dean var einn þeirra sem kom til greina sem aðalþjálfari ÍBV eftir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við en þrátt fyrir að knattspyrnuráð hafi lýst því yfir að félagið myndi ræða fyrst við Dean, og að hann hafi lýst yfir áhuga á að taka við ÍBV, þá var hann ekki ráðinn.