Tekin var fyrir á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af deiliskipulagsmörkum miðbæjar, miðlínu Ásavegar, mörkum aðliggjandi deiliskipulags fyrir þjónustustofnanir, mörkum deiliskipulags austurbæjar, jaðri Eldfellshrauns og deiliskipulagi gosminja Blátinds. Deiliskipulagssvæðið er um 4,1 ha að stærð. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. Skipulagstillaga er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ. Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Tvö Fjölbýlishús við Sólhlíð
Í sérskilmálum er fjallað sérstaklega um Sólhlíð 4 þar segir: Á lóðinni stendur íbúðarhús á einni hæð, byggt árið 1924, sem gert er ráð fyrir að víki fyrir nýjum íbúðarhúsum. Lóð Sólhlíðar 4 sameinast lóð Kirkjuvegar 35. Gert er ráð fyrir að íbúðarhús við Kirkjuveg 35 verði flutt á nýjan stað. Tveir byggingarreitir fyrir fjölbýlishús eru á lóðinni ásamt sameiginlegum bílakjallara fyrir bæði húsin.
A1176-032-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga að deiliskipulagi, greinargerð.pdf
A1176-031-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur.pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst