Dísan hefur of mikla djúpristu og mjög takmarkaða stjórnhæfni

Það er gömul saga og ný að Eyjamenn láti hægagang við dýpkun í Landeyjahöfn fara í taugarnar á sér. Síðustu daga hafa aðstæður í í höfninni verið ágætar en ölduhæð fór ekki yfir tvo metra í rúmlega tvo sólarhringa og blaðamanni lá forvitni á því hvers vegna ekkert bólaði á dýpkunarskipinu við störf. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi vegagerðarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta væri ekki svo einfalt.

“Ölduhæðin náði lægst 1,5 m en öldulengdin var um og yfir 70 m lengd sem eru ekki nógu góðar aðstæður til þess að dýpkunarskipið geti athafnað sig í hafnarmynni Landeyjarhafnar. Það er fínt að hafa það í huga að dýpkunarskipið Dísan hefur djúpristu 4,3 og hefur mjög takmarkaða stjórnhæfni. Samanborið við að Herjólfur hefur 2,8 m djúpristu og mjög góða stjórnhæfni. Dýpið í Landeyjahöfn var mælt 26.janúar, og er í kringum 3,3 m í hafnarmynninu. Á flóðinu síðustu daga er sjávarhæðin í kringum +1,8 m og á fjöru +0,4 m. Dísan ætlaði að dýpka þegar sjávarhæð væri +1,0 m eða meira.”

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.