Hárgreiðslustofan Dizo opnaði á nýjum stað í bænum á mánudaginn en stofan er nú til húsa á Heiðarvegi 6 eða þar sem fataverslunin Flamingo var áður til húsa. Dizo hefur síðustu misseri verið í eigu Hafdísar Ástþórsdóttur en Ásta Jóna Jónsdóttir keypti sig inn í fyrirtækið í tengslum við flutninginn en báðar eru þær fæddar og uppaldar hér í Eyjum. Auk þeirra starfar Sveinsína Ósk Emilsdóttir á stofunni.