Dreifa rykgrímum í Herjólfi og á fimleikamót
15. maí, 2010
Öskuský liggur nú yfir Vestmannaeyjum og hefur rykgrímum og hlífðargleraugum verið dreift til bæjarbúa. „Eyjan er bara grá,“ sagði lögreglumaður í Eyjum í samtali við mbl.is. Hann segir að það þjóni engum tilgangi að hefja hreinsunarstörf í Eyjum á meðan askan fellur til jarðar. Víða hafi ekki sést á milli húsa. Margir tóku til hendinni í gærkvöldi eftir að það létti til. Það varð hins vegar aftur öskufall í nótt og hefur verið fram eftir degi.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst