Drottningin og kóngurinn mæta
19. maí, 2014
Um hvítasunnuna, 7. og 8. júní, blæs Listvinafélag Vestmannaeyja til mikillar blúshátíðar í Akóges á Dögum lita og tóna. �?ar mun okkar færasta fólk í blúsnum mæta til að skemmta Eyjamönnum og gestum. �??Sjálf drottningin, Andrea Gylfadóttir, söngkona, mætir og líka kóngur blússins á Íslandi, Halldór Bragason, gítarleikari,�?? sagði Hermann Einarsson, talsmaður Listvinafélagsins, í viðtali við Eyjafréttir.
�??Andrea hefur áður heiðrað okkur með nærveru sinni en Dóri er að mæta í fyrsta skipti. Nú er hann á leiðinni og er það mikill fengur fyrir alla blúsgeggjara sem verða hér yfir hvítasunnuna.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst