Druslugangan verður haldin í þriðja sinn næsta laugardag en gangan hefst klukkan 14:00 og verður gengið frá boltanum við Hástein. Gengið verður fylktu liði niður á Bárustíg þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði og ræður. �??Sem fyrr er verið að undirstrika að nauðgun er bara á ábyrgð eins aðila, þann sem nauðgunina framdi,�?? segir í tilkynningu frá þeim sem að göngunni standa.
Af hverju ættir þú að mæta á laugardaginn?
– Sýna að Vestmannaeyingar vilja ekki þennan stimpil á �?jóðhátíðina?
– Kannski hefur þú persónulega orðið fyrir kynferðisofbeldi?
– �?ú þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi?
– Sýna að nauðganir eiga ekkert að vera “partur af programmet” í þjóðfélagi okkar?
– Undirstrika að nauðgun er bara á ábyrgð eins aðila – þann sem nauðgunina framdi. Punktur.