Í DV í gær er gerð úttekt á lífeyrissjóðum og er þar Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sagður með -99,4% neikvæða tryggingafræðilega stöðu og settur í 19. sæti þeirra sem best fara með peninganna. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir þessa niðurstöðu blaðsins kolranga og hefur farið fram á leiðréttingu í blaðinu.