Búið er að laga rörið sem brotnaði, þegar dýpkunarskipið Perla var að störfum utan við Landeyjahöfn. Hinsvegar er ölduhæð við höfnina 1.9 metri eins og stendur og því of mikil ölduhæð fyrir skipið, sem nú bíður færis. Skipstjórnarmenn Perlunnar gera sitt besta til að nýta hverja stund sem gefur til dýpkunar.