Í Vestmanneyjum hefur mikið verið lagt upp úr íþrótta-, lýðheilsu- og æskulýðsmálum í gegnum tíðina og reynt að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga í skipulögðu tómstundastarfi.
Vestmannaeyjabær hóf loksins á árinu 2017 að styrkja ungt fólk til íþrótta- og tómstundaiðkunar með frístundastyrk að upphæð 25.000 krónur á ári. �?ví ber að fagna sem vel er gert og ánægjulegt að sjá að núverandi meirihluti hafi fallist á eitt af aðalkosningamálum E – listans frá síðustu kosningum. Eyjalistinn vill nú gera enn betur og tvöfalda þessa upphæð. Viljum við með því að borguð sé svipuð upphæð og önnur sveitarfélög eru að borga enda engin ástæða að standa þeim að baki.
�?að er kannski tvennt sem veldur því að við viljum hækka frístundastyrkinn. Annars vegar er það að brotfall úr íþróttum hefur aukist og hins vegar hafa æfingagjöld hækkað. Við viljum með þessu móti koma á móts við fjölskyldufólk í bænum og gefa öllum færi á því að stunda íþróttir eða aðrar frístundir. Einnig viljum við lækka aldurstakmörk og gera umsóknarferlið einfaldara og notendavænna. Frístundastyrkurinn hefur nýst börnum og unglingum vel og þess vegna viljum við gera enn betur á þessu sviði. �?etta framlag stuðlar vafalaust að aukinni íþróttaþátttöku í bæjarfélaginu og spilar þar af leiðandi mikilvægt hlutverk í lýðheilsu og forvörnum.
En frístundarkortið er ekki bara ætlað þeim krökkum sem að eru í íþróttum, heldur líka þeim sem vilja stunda tónlistarnám, skátana eða aðrar skipulagðar tómstundir. �?að er gert svo að öll börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi og fái tækifæri til að rækta sína hæfileika.
Við viljum að bærinn taki þátt í að efla lýðheilsu bæjarbúa og viljum að því marki auka sókn bæjarbúa í sundlaugina með því að stilla gjaldskrá hennar í hóf. Við viljum með sanni geta sagt að Vestmannaeyjabær sé íþróttabær.
Áhrif þessa mun fela í sér aukna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, létta róðurinn hjá barnafjölskyldum, gefa iðkendum meira val og styrkja starf íþróttafélaganna í bænum. �?flugt íþróttastarf blómstrar ekki sjálfkrafa. Fyrst og fremst eru það jú fólkið sem kemur að starfi félaganna sjálfra, sú aðstaða sem þeim er búin og möguleikar íbúa að notfæra sér það góða starf sem íþróttahreyfingin í Vestmannaeyjum stendur fyrir.
Harald Bergvinsson
8. sæti E-lista