Laugardaginn 20. október n.k. mun fara fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem leitað verður eftir afstöðu þjóðarinnar til þess hvort Alþingi eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Auk þess geta kjósendur komið á framfæri skoðun sinni á fimm tilteknum atriðum. Tillögur stjórnlagaráðs liggja fyrir í formi frumvarps að nýrri stjórnarskrá sem samanstendur af 115 lagagreinum.