Varnarmaðurinn sterki, Eiður Aron Sigurbjörnsson spilar áfram með ÍBV en hann skrifaði undir samning þess efnis nú rétt í þessu. Eiður Aron var fyrirliði ÍBV síðasta sumar en þá, eins og nú, var hann lánaður frá sænska úrvalsdeildarliðinu �?rebro. Samningurinn hljóða jafnframt upp á að ÍBV á forkaupsrétt á Eiði Aroni í sumar. Lánssamningurinn gildir út næsta tímabil og eru þetta afar góð tíðindi fyrir stuðningsmenn ÍBV.
�??Eiður Aron var lykilmaður hjá ÍBV á síðasta tímabili og því afar mikilvægt fyrir okkur að hafa hann áfram í okkar herbúðum. Samningurinn við �?rebro er þannig að við getum keypt Eið Aron á samningstímanum. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og ráðning Eiðs Arons er mikilvægur liður í þeirri baráttu,�?? sagði �?skar �?rn �?lafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Viðtal við Eið Aron fylgir fréttinni en þar kemur m.a. fram að Eiður Aron er ekki búinn að gefa atvinnumannadrauminn upp á bátinn, heldur sér tækifæri til að koma sér á framfæri með því að spila með ÍBV.