Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu
IMG_5869
Ljósleiðari lagður. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl.

Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum og skilyrðum sem stjórn telur eðlilegt að setja við slíkt útboð. Stjórn félagsins leggur mat á þau tilboð sem berast í kjölfar útboðs og leggur niðurstöðu sína fyrir bæjarstjórn til samþykktar.”

Tillaga stjórnar Eyglóar var samþykkt sem níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Er þetta lagt til í kjölfar þess að viðræðum á milli félagsins og Mílu var hætt fyrr á árinu þar sem ekki voru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli sem samkeppnieftirlitið hafði til meðferðar.

Sjá nánar: Falla frá sölu á Eygló – Eyjafréttir

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.