Bensínsalan Orkan hefur sett upp eina bensíndælu við verslunina Tvistinn við Faxastíg, þar sem Skeljungur var áður með bensínsölu. Stöðin er sjálfsafgreiðslustöð, eins og allar 26 Orkustöðvarnar eru en Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, sem á og rekur Orkustöðvarnar, sagði ástæðu opnun stöðvarinnar í Eyjum tvíþætta.