Eimskip hefur fengið leyfi til að fjölga farþegum tímabundið
25. júlí, 2011
Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi og föstudegi fyrir Þjóðhátíð og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir að um 130 fleiri farþegar komast í hverja ferð. Sala á aukamiðum hefst klukkan 13.00 í dag mánudag.