Eimskip með lægsta tilboðið
13. apríl, 2012
Nú fyrir stundu voru opnuð, í annað sinn, tilboð í rekstur Herjólfs en í lok marsmánaðar voru öll tilboð í rekstur skipsins dæmd ógild. Við opnun tilboðanna nú kom í ljós að Eimskip átti lægsta tilboðið eða tæpar 681 milljón króna. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum, Sæferðir, Samskip og Eimskip. Athygli vekur að tilboð Eimskips nú, er 178 milljón krónum lægra en í fyrstu opnun tilboða. Öllum fyrirtækjunum þremur sem sendu inn tilboð í mars var boðið að senda inn ný tilboð eftir að fyrri tilboðin höfðu verið dæmd ógild.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst