Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku enda Goslokahátíð haldin með glæsibrag. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram og engin alvarleg mál sem upp komu. Eitthvað var þó um pústra en einungis ein kæra vegna líkamsárásar sem liggur fyrir eftir helgina. Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti hún sér stað aðfaranótt sl. laugardags. �?arna mun hafa verið um að ræða ósætti milli karls og konu sem endaði með því að karlinn sló konuna þannig að það sá á henni. Áverkarnir munu þó ekki hafa verið alvarlegir. Málið er í rannsókn.