Vetrarlokahóf ÍBV-íþróttafélags fór fram síðastliðinn föstudag. Hápunktur lokahófsins er þegar handboltafólk veitir verðlaun fyrir veturinn hjá sér. Fréttabikarinn fyrir árið 2010 fengu þau Einar Gauti Ólafsson og Aníta Elíasdóttir en þau þykja bæði afar efnileg. Bestur hjá meistaraflokki karla var Sigurður Bragason en hjá meistaraflokki kvenna var það Guðbjörg Guðmannsdóttir. Yfirlit yfir alla verðlaunahafana má sjá hér að neðan og sömuleiðis myndir frá lokahófinu.