Enn voru eftir gestir á þjóðhátíð í morgun en ekki var mikla ölvun að sjá á fólki í nótt að sögn Heiðars Hinrikssonar varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það gekk mjög vel að sigla fólki yfir með Herjólfi. Það var mikil ró í nótt og lítil læti í þeim sem eftir voru. Engin ölvun var sjáanleg. Þeir sem neyttu áfengis sátu rólegir á pöbbunum.“