Einsi kaldi og Sigurjón standa fyrir ítölskum dögum í byrjun maí
13. apríl, 2015
Dagna sjöunda, áttunda og níunda maí verða Ítalskir dagar í Eyjum sem Einsi kaldi, Einar Björn Árnason og Sigurjón Aðalsteinsson, Ítalíusérfræðingar skipuleggja. Hefjast þeir fimmtudaginn sjöunda maí með styrktartónleikum fyrir Krabbvörn í Eyjum. Halla Margrét, söngkona ásamt þekktum píanóleikara verða með óperutónleika í Safnaðarheimilinu.
�??Föstudaginn áttunda verðum við með ítalska matarupplifun á Einsa. Munu tveir ítalskir kokkar sjá um veisluna. Annar kokkanna er einn þekktasti kokkur Ítalíu, en hann hefur t.a.m. séð um mikið af opinberum veislum. Hann er líka eigandi af þekktustu verksmiðju í heimi sem framleiðir afurðir úr trufflu sveppum, sem n.b. er eitt dýrasta hráefni sem notað er í mat.
Ítalir nota hunda og svín til að finna þennan svepp sem vex ekki eins og aðrir “venjulegir” sveppir, þ.e. Hann vex niður í jörðina. �?g sá á netinu að einn hvítur trufflu sveppur, sem vó 1,5 kg fór á 31 milljón ísl krónur, aðeins! Í tveimur af fjórum réttum sem verða í boði hjá okkur, verður þessi verðmæti sveppur notaður,�?? sagði Sigurjón.
Laugardaginn níunda verður fyrirlestur í Eldheimum, þar sem Ítali verður með fyrirlestur um mat og menningu Ítala. �??Honum innan handar verður Halla Margrét, en hún mun sjá um þýðinguna og taka nokkur lög. Í þessum fyrirlestri ætlar þessi félagi minn að sýna myndband þar sem hann mun sýna m.a. fram á tengingar milli Íslands og Ítalíu og þá sérstaklega Vestmannaeyja,�?? sagði Sigurjón.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst