Einstakir tónleikar Júníusar Meyvants í Hörpu
3. apríl, 2023

Það var bæði eftirvænting og spenna sem fyllti hugann á leið á tónleika, Júníusar Meyvants, eyjapeyjans Unnars Gísla Sigurmundssonar í Hörpunni, föstudaginn 10. mars sl. Tækist drengnum að fylla risastóran sal Hörpunnar og ná til gesta með tónlist sinni?  Hann stóð undir væntingum, Harpan var nánast full og gífurleg stemming frá fyrsta tóni til hins síðasta. Frábær hljómsveit og Júníus brást ekki og útkoman einstakir tónleikar sem lifa í minningunni á meðan einhver týra er í kollinum.

Það var sterk upplifun að fá lögin sem hafa heillað, Signals, Color Decay og Ain’t gonna let it Down beint í æð og hafa glatt milljónir á síðustu árum. Um var að ræða útgáfutónleika plötunnar Guru sem kom út í október. Eru þetta metnaðarfyllstu og stærstu tónleikar sem Júníus hefur haldið hingað til. Fór hann yfir allan ferilinn í bland við lög af nýju plötunni. Júníus hefur gefið út þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. Vinsælasta lag hans á Spotify er Signals sem rúmlega 12 milljónir hafa hlustað á og mánaðarlega hlusta rúmlega 320 þúsund manns á lögin hans. Hans fyrsta lag, Color Decay sem kom út árið 2014 náði heimsathygli og sýndi hvers vænta mátti.

Júníus fékk góða gesti til liðs við sig, KK og Bríeti sem tóku sitt hvort lagið með Júníusi og var útkoman frábær. Gestir voru vel með á nótunum og Júníus er ekki bara einstakur tónlistarmaður. Hann er líka sögumaður af Guðs náð sem kryddaði kvöldið. Hljómsveitina skipuðu tónlistarmenn í fremstu röð og sönghópurinn Kyrja átti sinn þátt í að gera kvöldið ógleymanlegt. Gestir voru vel með á nótunum frá fyrsta tóni til hins síðasta. Fögnuðu hverju lagi og heimtuðu aukalög.

Tónleikarnir stóðu hátt í þrjá tíma og aldrei var slegið af og allir með bros á vör að þeim loknum. Frostið beit þegar út var komið en það skipti engu því Eyjahjartað var að springa úr stolti og færði yl til allra taugaenda. Já, okkar maður, Unnar Gísli stóð fyrir sínu og vel það sem er viðurkenning fyrir Vestmannaeyjar. Okkar maður að standa sig á heimsvísu.

HLJÓMSVEIT: Júníus Meyvant – Söngur, hljómborð, gítar, Kjartan Hákonarson – Trompet, Kristófer Rodriques – Trommur, Óskar Guðjónsson – Saxófónn, Rubin Pollock – Gítar, Samúel Jón Samúelsson – Básúna, Tómas Jónsson – Orgel og Örn Eldjárn – Bassi.

Ómar Garðarsson.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst