Í gær, laugardag var nýja fjölnota íþróttahúsið við Hásteinsvöll vígt við hátíðlega athöfn. Fjölmargir notuðu tækifærið og skoðuðu nýja húsið sem gjörbyltir vetraræfingaaðstöðu knattspyrnufólks í Vestmannaeyjum og langþráð æfingaaðstaða frjálsra íþrótta í Vestmannaeyjum verður að veruleika með nýja húsinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þessa íþróttaaðstaða í Vestmannaeyjum vera einstaka á landsvísu, jafnvel á heimsvísu.