Eitt umferðaróhapp í hálkunni
Vikan var með rólegasta móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahaldið fór fram með ágætum og þurfti lögreglan lítið að hafa afskipti af fólki í tengslum við skemmtanir þess um helgina.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í liðinni viku og var hann í framhaldi af því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Einn ökumaður fékk sekt vegna ólöglegrar lagningar ökutækis síns í vikunni sem leið.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða óhapp á Bárustíg þar sem bifreið rann til í hálku og lenti á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki, en tjón varð bæði á ökutækinu sem og ljósastaurnum.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.