Vikan var með rólegasta móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahaldið fór fram með ágætum og þurfti lögreglan lítið að hafa afskipti af fólki í tengslum við skemmtanir þess um helgina.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í liðinni viku og var hann í framhaldi af því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Einn ökumaður fékk sekt vegna ólöglegrar lagningar ökutækis síns í vikunni sem leið.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða óhapp á Bárustíg þar sem bifreið rann til í hálku og lenti á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki, en tjón varð bæði á ökutækinu sem og ljósastaurnum.