Það virðast engin takmörk fyrir því sem getur komið fyrir á golfvellinum. Í gær voru nokkrir kylfingar úr Stykkishólmi að spila á vellinum. Sigtryggur var að pútta á 8. flöt, sem er par 4 og um 240 metrar af gulum teigum, þegar hann fékk golfbolta í sig af miklu afli. Félagi hans úr Stykkishólmi, Pétur að nafni hafði slegið af teig, en ekki reiknað með að draga svona langt, en hitti boltann vel með þessum afleiðingum.