Færeyska söngkonan, Eivör Pálsdóttir mun halda útgáfutónleika í Höllinni í dag. Eivör mun þar koma fram með hljómsveit en tilefnið er útgáfa plötunnar Room en tónleikarnir verða í kjölfarið á útgáfutónleikum í Hörpu. Eivör gat ekki hugsað sér að sleppa því að fara frá Íslandi, án þess að koma til Eyja.