Fall er faraheill sagði einhver, einhvern tímann. Við skulum vona að það sé raunin hjá okkur. En blað Eyjafrétta sem dreifa átti til áskrifenda í dag er prentað og klárt hjá Landsprent en eins og áður hefur komið fram munu þeir prenta blaðið fyrir okkur framvegis. Blaðið er farið í póst til áskrifenda okkar á landsbyggðinni og ætti því að berast þeim í dag eða á morgun. Hins vegar hafa engar samgöngur verið til Vestmannaeyja í dag og fyrr enn þær verða berst blaðið ekki til áskrifenda í Eyjum. Vonast er til að það verði á morgun en það er þó með öllu óvíst. Beðist er velvirðingar á þessu.
Áskrifendur sem hafa skráð sig í netaðgang að Eyjafréttum geta þó lesið blaðið hér.