Ekkert þokaðist í samningaátt
14. mars, 2014
Ekkert þokaðist í samningaátt á fundi Sjómannafélags Íslands (SÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Fulltrúi SÍ tilkynnti á fundi deiluaðila í dag að félagið myndi ekki kvika frá kröfum um launaleiðréttingu, sem SA, sem fara með samningsumboð fyrir Eimskip, er ekki tilbúið að ganga að. Launaleiðréttingin sem um er rætt er upp á 43% en þá á eftir að semja um launahækkun, sem aðrar stéttir eru að fá í sínum kjarasamningum. SÍ bendir á að sínir umbjóðendur á Herjólfi, hafi setið eftir í launahækkunum þeirra sem vinna sambærilega vinnu á undanförnum árum, t.d. á farmskipum og skipum Hafró. Deilan er því í hnút og engin ástæða til bjartsýni. �?ó hafa deiluaðilar ákveðið að hittast á ný á mánudaginn klukkan 11:30.
SÍ hefur hins vegar boðað hertari verkfallsaðgerðir, þannig að undirmenn á Herjólfi leggi niður vinnu á föstudögum, sem þýðir að Herjólfur siglir ekki heldur á þeim dögum. Skipið hefur til þessa aðeins siglt eina ferð virka daga til �?orlákshafnar en engar ferðir á laugardögum og sunnudögum. �?ví yrði nú aðeins siglt fjóra daga vikunnar, sem setur samfélagið hér í Eyjum í enn verri stöðu en áður.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst