Á mbl. segir:
Hinn 22. desember á síðasta ári gekk �?órshöfn fjárfesting frá sölu á 90% eignarhlut sínum í Hraðfrystistöð �?órshafnar til Ísfélags Vestmannaeyja en fyrir átti �?órshöfn fjárfesting félagið að fullu. Salan var m.a. háð þeim fyrirvara að eigendur �?órshafnar fjárfestingar myndu ekki neyta forkaupsréttar að hinum seldu hlutum. Eigendur �?órshafnar fjárfestingar neyttu allir forkaupsréttar og varð því ekkert úr sölunni til Ísfélags Vestmannaeyja.
Björn Ingimarsson, stjórnarformaður Fræs, segir í tilkynningu um kaupin, að Hraðfrystistöð �?órshafnar sé lykilfyrirtæki á svæðinu og að mörgu leyti lífæð sveitarfélagsins. �?að sé því verulega mikilvægt fyrir þróun allrar byggðar á Langanesi að vel takist til um framtíðarskipulag og eignarhald á Hraðfrystistöð �?órshafnar.
�?Við tókum þá ákvörðun að neyta okkar forkaupsréttar þegar fyrir lá að aðrir hluthafar �?órshafnar fjárfestingar ætluðu að gera slíkt hið sama og munum í framhaldinu ráða okkar ráðum í samráði við aðra hluthafa um hvernig stíga beri næstu skref.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst