Ekki hefur verið dýpkað í Landeyjahöfn frá því á sunnudag en tvö dæluskip voru að störfum þar um helgina. Notast var við vararör á dýpkunarskipinu Perlu eftir að stór hluti aðalrörsins festist í botni hafnarinnar fyrir helgi. Árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að ná þeim hluta rörsins upp aftur.
Nú er þess beðið að ölduhæð við Landeyjahöfn minnki eftir hvassviðrið í gær svo hægt verði að mæla dýpt hafnarinnar.