Flestir eru sammála um að skotgleði Eyjamanna hafi síst verið minni þessi áramót en önnur. Samanburðurinn er reyndar mjög erfiður en samkvæmt Adolf Þórssyni, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja þá var salan mjög áþekk og í fyrra, bæði í magni flugelda og innkomu. Hann bætir því við að rekstur félagsins næsta árið sé tryggður en framundan eru endurbætur á húsnæði félagsins.