Ekkert varð úr komu James í gær
22. febrúar, 2013
Ekkert varð úr komu enska markvarðarins David James til Vestmannaeyja í gær. Þegar á reyndi var ófært með flugi til Eyja og því æfði ÍBV liðið í gær án hans. James eyddi nóttinni í Reykjavík en reyna á að koma kappanum til Eyja í dag til að skoða aðstæður. ÍBV liðið heldur hins vegar til höfuðborgarinnar seinna í dag og æfir þar í kvöld.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst