Miðað við núverandi upplýsingar virðist það tilvik af fuglaflensu, sem nú hefur komið upp á Bretlandseyjum, vera einangrað við ákveðið alifuglabú. �?að er því niðurstaða Landbúnaðarstofnunar að ekki sé ástæða til breytinga á viðbúnaðarstigi eins og mál standa nú. Stofnunin mun fylgjast vel með þróun mála og bregðast við ef frekari tilvik koma upp á Bretlandi.
�?rátt fyrir framangreinda niðurstöðu telur Landbúnaðarstofnun rétt að beina þeim tilmælum til þeirra sem eiga alifugla og sem reka alifuglabú að þeir skoði nú þegar þau viðbrögð sem nauðsynleg eru ef ákvörðun verður tekin um að færa aðgerðir á annað viðbúnaðarstig. �?etta á ekki síst við um kröfur um að hýsa alla alifugla og að huga að smitleiðum til að fyrirbyggja að fuglaflensa geti borist í alifugla. Margar af þessum ráðstöfunum eru eðlilegur og mikilvægur þáttur í daglegum rekstri alifuglabúa og hefur því víða verið komið á. �?essum aðgerðum þarf hins vegar að viðhalda og ganga úr skugga um að varnir gegn smitleiðum séu tryggðar.
Vakin er athygli á að kröfur um hýsingu fugla voru settar um tíma á síðastliðnu ári og þeim síðan aflétt. Stofnunin vill höfða til ábyrgðar þeirra sem eiga alifugla og hvetja þá til að yfirfara þá aðstöðu sem þá var komið upp og tryggja að hún sé til staðar ef grípa þarf til frekari ráðstafana.
Landbúnaðarstofnun hefur skilgreint þrjú viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu og þau viðbrögð sem grípa þarf til. Eins og staðan er nú þarf að gæta að eftirfarandi:
Tryggja að alifuglar hafi ekki aðgang að yfirborðsvatni.
Ekki fóðra alifugla utandyra.
Tryggja að ekkert í umhverfi alifuglabúa, s.s. fóðurleifar, laði að villta fugla.
Skerpa umgengnisreglur.
Tryggja góðar meindýravarnir.
Ef viðbúnaður verður færður á annað viðbúnaðarstig, t.d ef fuglaflensa greinist í villtum fuglum, þarf að hindra að smit geti borist inn á alifuglabú og þar með:
Hýsa alla alifugla.
Fyrirbyggja að fuglar sleppi út úr húsum.
Tryggja að ekkert í umhverfi alifuglabúa, s.s. fóðurleifar, laði að villta fugla.
Setja hatta á allar loftræstitúður.
Setja fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga.
�?llum óviðkomandi verði bannaður aðgangur.
Aðeins einn inngangur með fordyri verði í hverju eldishúsi.
Hlífðarföt verði notuð fyrir nauðsynlega gesti.
�?vottur og sótthreinsun handa verði í fordyri.
Sótthreinsimottur eða �?bakkar verði við inngang í fordyri.
Rjúfa smitleiðir á milli dýrategunda.
Tryggja góðar meindýravarnir.
Tryggja góðar smitvarnir við vatnsból.
Almennum hreinlætisreglum verði framfylgt (smit berst fyrst og fremst inn á búið með driti).
Ef fuglaflensa mun greinast hér á landi í alifuglum mun sérstök viðbragðsáætlun Landbúnaðarstofnunar taka gildi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst