Í nýju samþykktinni kemur m.a. fram að félaginu sé heimilt að starfa í deildum. Fram kom að atkvæðisréttur er bundinn við lögbýli þó svo að jarðir eigi veiðirétt í tveimur ám eða fleirum. Haft var nafnakall um samþykktina en þar sögðu 59 já en einn nei. �?að var þó hvergi nægjanlegt atkvæðamagn en tvo þriðju atkvæða þarf til að samþykkja samþykktina. Boðað verður til framhaldsaðalfundar til að samþykkja nýju samþykktina og ræður þá afl atkvæða.
Í skýrslu formanns Guðmundar �?orvaldssonar á Bíldsfelli kom fram að starfsemi félagsins var með hefðbundnu sniði árið 2006. Rekstrarhalli á árinu var kr. 2.142.514 fyrir fjármagnsliði en eigið fé og skuldir samtals eru kr. 11.909.751.
Að venju flutti Magnús Jóhannsson fiskifræðingur ítarlegt erindi um veiði og seiðabúskap á svæðinu. Samkvæmt veiðiskýrslum veiddust á félagssvæðinu í fyrra 3874 laxar í net en 1563 á stöng. Nokkur samdráttur var í veiði á bleikju og urriða. Seiðabúskapur laxaseiða fer batnandi víðast hvar á vatnasvæðinu en er viðvarandi lélegur efst í Soginu. Urriðaseiði eru heldur að sækja á en þéttleiki bleikjuseiða hefur heldur dalað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst