Í gær hélt Sigurður G. Guðjónsson því fram að Reynir Traustason hefði fengið fé hjá útgerðarmanni gegn því að í staðinn fengi hann neikvæða umfjöllun um annan útgerðarmann. �?að var óstaðfest frétt. Sú saga féll algerlega að þeirri sögu sem lengi hefur verið sögð hér í Vestmannaeyjum um að Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefði látið Reyni Traustason hafa 15 milljónir gegn því að fá neikvæða umfjöllun um Vinnslustöð Vestmannaeyja og Sigurgeir Brynjar. �?g ákvað að fullkveða hina hálfkveðnu vísu Sigurðs G. �?ar réði fyrst og fremst að mér þótti rétt að Eyjamenn vissu að þarna er verið að fjalla um burðarás í atvinnulífi Vestmannaeyja �?? Vinnslustöð Vestmannaeyja.
Minn meinti óhróður var sem sagt að setja nöfn á persónur og leikendur í hálfkveðinni vísu. �?ví fylgdi ég eftir með þeim orðum að ef satt reyndist að Guðmundur Kristjánsson hefði keypt ákveðna umfjöllun af DV þá væri það alvarlegt.
Sá nafngreindi í sögunni �??Guðmundur Kristjánsson- hefur einnig brugðist við og hyggst nú draga þennan bæjarstjóraræfil fyrir dómstóla vegna rógburðs og tilraunar til að sverta mannorðs hans. Leitt þykir mér ef það hefur sært Guðmund að nafn hans skuli hafa verið nefnt. Honum hefur þá væntanlega sárnað enn meira þegar Reynir staðfesti að hafa tekið við 15 milljónum frá honum. (
http://www.visir.is/reynir-vidurkennir-ad-hafa-fengid-lan-fra-gudmundi/article/2014140839921)
Fjölmiðlar hér á landi eru á krossgötum. Mogganum er legið á hálsi að vera í þjónkun við þá eigendur sína sem eru útgerðarmenn. 365 er legið á hálsi að vera undir hælnum á eigendum sínum (Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálmadóttur). R�?V er legið á hálsi að vera vinstrisinnað og ganga erinda VG og Samfó. Allt er þetta til að draga úr trúverðugleika fjölmiðla. �?líkt þessum ávirðingum þá er til upptaka af samtali Reynis Traustasonar þar sem hann viðurkennir að láta undan þrýstingi eigenda (
http://eyjan.pressan.is/frettir/2008/12/15/reynir-traustason-let-undan-thrystingi-thetta-er-thannig-ad-land-ad-hotad-var-ad-stodva-prentun-dv/). Ef til vill er það í eina skiptið sem Reynir hefur stýrt umfjöllun út frá slíku. Ef til vill taldi Guðmundur Krisjánsson að það væri góð fjárfesting að lána Reyni Traustasyni 15 milljónir. Ef til vill lét Guðmundur Reyni fá þetta fé án þess að ætlast til neins á móti. �?g veit það ekki.
�?g veit bara að sagan um að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brim lét Reyni Traustason hafa 15 milljónir er sönn. �?að er ekki óhróður heldur blákaldur veruleiki.
�?g veit heldur ekki hvort að lánveiting Guðmundar hefur haft áhrif á skrif DV en ég veit að svona skrifaði Sandkorn um Guðmund:
�??Baráttujaxlinn og útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, hefur smám saman verið að fóta sig sem helsti og magnaðasti talsmaður útgerðarmanna. Guðmundur hefur yfir sér blæ kímni og visku sem þykir tilbreyting frá hörkunni og áróðrinum sem þykir einkenna LÍ�?.�?? (
http://www.dv.is/sandkorn/2012/7/26/dna-gudmundar/)
�?að er ekki óhróður heldur blákaldur veruleiki.