Ekki stendur til að leggja niður embættið

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi flokk­syst­ur sína, dóms­málaráðherra Sig­ríði Á. And­er­sen, á Alþingi í gær vegna þess að til stend­ur að fjar­lægja sýslu­mann úr Vest­manna­eyj­um frá og með morgundeginum. Hann kveðst hafa kom­ist að þessu fyr­ir til­vilj­un þegar hann var stadd­ur á flug­vell­in­um í Vest­manna­eyj­um á þriðjudagsmorgun og rakst þar á sendi­nefnd frá dóms­málaráðuneyt­inu.

„Við eft­ir­grennsl­an kom í ljós að hún var þar til að til­kynna heima­mönn­um að frá og með föstu­deg­in­um næsta, ekki á morg­un held­ur hinn, yrði eng­inn sýslumaður í Vest­manna­eyj­um. Hvorki þing­menn kjör­dæm­is­ins né bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um höfðu hug­mynd um þetta, raun­ar þvert á móti, því að síðasta haust var þeim aðilum gefið til kynna og fengu þau svör, að ein­mitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll.

Hann sagði að í gær­dag hafi svo komið illskilj­an­leg til­kynn­ing frá ráðuneyt­inu þess efn­is að sýslumaður­inn sem var í Vest­manna­eyj­um hyrfi tíma­bundið til annarra starfa. Tíma­bundið yrði sett­ur sýslumaður í Vest­manna­eyj­um án þess þó að vera í Vest­manna­eyj­um, sýslumaður­inn á Suður­landi.

„Og seinna í sömu til­kynn­ingu er sagt að þess­ar breyt­ing­ar séu í sam­ræmi við áform dóms­málaráðherra um stefnu­mörk­un í stjórn­sýslu rík­is­ins og við frum­varp sem seinna yrði lagt fram á yf­ir­stand­andi þingi, sem fæli meðal ann­ars í sér að ráðherra yrði á hverj­um tíma heim­ilt að skipa sýslu­mann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Sam­kvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra heim­ilt að skipa kannski bara einn sýslu­mann yfir allt Ísland til fimm ára og sá yrði ör­ugg­lega í Reykja­vík. Þetta er al­ger­lega óboðleg stjórn­sýsla,“ sagði Páll.

Það á ekki að leggja niður embættið
Dóms­málaráðherra segir að það sé rangt að til standi að leggja niður embætti sýslu­manns­ins í Vest­manna­eyj­um líkt og Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hélt fram í ræðu sem hann flutti á Alþingi í gær. Það sé einnig rangt sem fram kom í ræðu Páls að sér­stök sendi­nefnd á veg­um dóms­málaráðuneyt­is­ins hafi verið gerð út til Eyja.

Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra sagði í sam­tali við mbl.is að hið rétta sé að sýslumaður­inn í Vest­manna­eyj­um muni frá næstu mánaðamót­um taka að sér tíma­bund­in störf fyr­ir sýslu­mannaráð meðal ann­ars í tengsl­um við ákvörðun sem hún hafi tekið síðasta sum­ar í góðu sam­ráði við alla sýslu­menn þess efn­is að farið yrði í gagn­gera skoðun á framtíðar­stefnu­mót­un vegna allra sýslu­mann­sembætt­anna í land­inu.

„Þar til skip­un­ar­tíma henn­ar lýk­ur um næstu ára­mót verður ann­ars sýslumaður af þess­um sök­um sett­ur í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir Sig­ríður. Þannig sé það rangt að eng­inn sýslumaður verði í Eyj­um. „Þannig að þetta er allt meira eða minna rangt.“

Sýslu­mann­sembættið í Vest­manna­eyj­um verði þannig óbreytt með þeim breyt­ing­um þó að sýslumaður­inn á Suður­landi muni gegna því tíma­bundið út árið þar til ákvörðun hafi verið tek­in um annað. Þá sé þess vænst að niðurstaða verði kom­in í þá vinnu sem sýslumaður­inn í Vest­manna­eyj­um sé að fara í með sýslu­mannaráði og dóms­málaráðuneyt­inu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu vegna um­mæla Páls að eng­inn starfsmaður dóms­málaráðuneyt­is­ins hafi farið til Vest­manna­eyja í embættiser­ind­um vegna

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.