Á facebooksíðunni Okkar Heimaey er að finna þessa mynd af slóð við veginn kringum Helgafell. Slóðin hefur grafist niður í jarðveginn, annaðhvort eftir bíla eða hesta, nema hvorutveggja sé. Á síðunni segir: �??Utanvegaakstur er hvimleitt fyrirbæri. Hann skilur eftir sig sóðaleg för og raskar jarðvegi. Hann er einnig með öllu óþarfur sérstaklega þar sem að stígar eru oft mjög nálægt. Reynum að halda okkur á vegum, stígum og afgerandi slóðum.�??