Ekki tilefni til að auka loðnukvótann
20. febrúar, 2014
Mælingar Hafrannsóknastofnunar á veiðistofni loðnu í fyrrahaust og tillögur leiddu til þess að gefið var út 160 þúsund tonna aflamark fyrir yfirstandandi vertíð.
Nýafstaðnar mælingar gefa ekki tilefni til að breyta þeirri ákvörðun, segir í frétt frá stofnuninni.
Í síðustu viku huguðu rannsóknaskip að vesturgöngu loðnu en ekki varð vart við loðnu við Vestfirði. Árni Friðriksson hélt því suður fyrir land og mætti hrygningargöngunni sem þar var skammt vestan við Selvog 15. febrúar. Megingangan var með ströndinni á svæði frá Selvogi austur undir Kötlutanga og í kringum Vestmannaeyjar. Haldið var austur undir miðja Meðallandsbugt, en lítið fannst austast á leitarsvæðinu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst