Ekki upplifað þetta andrúmsloft um árabil
12. maí, 2014
Á morgun, þriðjudag leika ÍBV og Haukar fjórða leik sinn í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Haukar geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en Eyjamenn vilja auðvitað tryggja sér oddaleik í Hafnarfirði. Stemmningin á leikjum ÍBV í úrslitakeppninni hefur verið mögnuð og vaxið með hverjum leiknum. Um eitt þúsund manns voru á síðasta leik, langflestir á bandi ÍBV og mjög margir hvítklæddir. Ívar Benediktsson, blaðamaður Morgunblaðsins mætti í fyrsta sinn á handboltaleik í Eyjum síðast þegar liðin mættust í Íþróttamiðstöðinni og daginn eftir skrifaði hann skemmtilegan pistil um upplifun sína. Eyjafréttir hafa fengið leyfi til að birta pistil Ívars.
�?að var einstaklega gaman að vera í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið og upplifa þá stemningu sem var á öðrum úrslitaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Eyjamenn kunna að búa til skemmtilega umgjörð í kringum leiki sína og hún hefur vakið athygli á vormánuðum þegar karla- og kvennalið ÍBV hafa verið í eldlínunni í úrslitakeppni. Víst er að fleiri áhorfendur hafa verið á leikjum Hauka og FH í úrslitakeppninni í vor en voru á leiknum í Eyjum í fyrrakvöld. En einhvernveginn hef ég ekki upplifað það andrúmsloft sem var í íþróttamiðstöðinni í Eyjum annars staðar hér á landi um árabil. Frá upphafi til enda leiks tóku áhorfendur ríkan þátt í leiknum, hvernig sem liði þeirra gekk á vellinum. Fyrir 17 árum sá ég handboltaleik í Eyjum. �?á tryllti Árni Johnsen áhorfendur með kartöflusöng sínum svo að nærri því varð að hafa hálfleikinn í 20 mínútur. Nú var Árni fjarri góðu gamni en stemningin var engu að síður ósvikin,�?�
Skýr skilaboð
Leikmenn gestanna fengu skýr skilaboð um leið og þeir mættu í salinn; þú ert kominn til Vestmannaeyja. Eingöngu voru leikin �?jóðhátíðarlög frá síðasta aldarfjórðungi síðasta klukkutímann fyrir leik. �?au eldast misvel og satt að segja var ég búinn að fá nóg að þeim sumum sem oftast voru leikin. Til þess að auka enn á stemninguna drógu Eyjamenn fram �?rettándatröllið sem er lítt árennilegt og nokkuð sem enginn vill mæta í myrki á rölti um Herjólfsdal þótt vafalítið sé það meinlaust. Tröllið hafði sig lítt í frammi. Fljótlega eftir leik fór það til síns heima en hver veit nema það rölti inn í íþróttamiðstöðina á ný á þriðjudagskvöldið. Já, það mæta bóksaflega allir á leiki í Eyjum. Ekki er hægt að fjalla um gleðina og stemninguna á handboltaleikjum ÍBV án þess að minnast á stuðningsmannafélagið Hvítu riddararana. �?eir hafa komið inn af krafti og ferskleika á þessu keppnistímabili, ekki bara á heimaleikjum heldur einnig á útivelli. Að uppistöðu til eru Hvítu riddararnir ungir karlmenn en einnig eru í hópnum stúlkur og eldra fólk blandast inn í á útivallarleikjum. Söngur og gleði einkennir hópinn sem styður liðið í gegnum súrt og sætt. �??Stuðningsmennirnir eru áttundi og níundi maðurinn okkar,�?? sagði Róbert Aron Hostert í viðtali við greinarhöfund eftir leikinn í Eyjum á fimmtudaginn. �?að var athyglisvert að sjá haft eftir Páli Eydal, stofnanda félagsins, í Morgunblaðinu í vikunni að áhersla væri lögð á að ekkert áfengi væri haft um hönd og menn skemmtu sér og öðrum allsgáðir. �?að er öðrum stuðningsmannafélögum til fyrirmyndar. Ekki svo að skilja að greinarhöfundur sé templari, langt í frá. Hinsvegar vill það brenna við að stuðningsmannahópar af þessu tagi, sem að uppistöðu til eru skipaðir ungum karlmönnum, verðfella skemmtunina á kappleikjum með á tíðum óhóflegri drykkju áfengis sem því miður leiðir til að orð og athafnir eiga til að fara úr böndum,�?�
Metnaður og dugnaður
�?að er hreint með ólíkindum hvað Eyjamönnum hefur tekist að halda úti knattspyrnu- og handboltaliðum sem standast öðrum liðum landsins snúning og vel það. Skýringarnar eru eflaust margar en ljóst að þar spilar inn í metnaður og dugnaður Eyjamanna sem þeim virðist í blóð borinn auk samstöðu bæjarbúa. Ekki eru mörg ár síðan handknattleiksdeild ÍBV var komin í fjárhagslega gjörgæslu vegna tugmilljóna skulda. �?á sem fyrr sneru dugnaðarmenn og konur bökum saman og unnu sig út úr vandanum. �?rotlaus vinna og dugnaður varð til þess að skuldir voru greiddar niður en á sama tíma hugað að starfi yngri flokka. �?að hefur nú skilað sér í tveimur afar góðum meistaraflokksliðum af báðum kynjum sem eru að uppistöðu til skipuð heimamönnum. �?að er hinsvegar ótrúlegt hversu illa Eyjamönnum hefur oft gengið að fá íþróttamenn og konur til sín þrátt fyrir góð tilboð, næga vinnu og húsnæði. Reyndar glíma Akureyringar við saman vanda. �?að er eins og margir af höfuðbogarsvæðinu geti ekki hugsað sér að búa langt utan �??þægindahringsins�?? í 101. Agnar Smári Jónsson, handknattleiksmaður í ÍBV, söðlaði um fyrir ári og sér ekki eftir því. �??�?g er kominn á allt annan stall sem handboltamaður eftir veruna í Eyjum,�?? sagði hann við Morgunblaðið eftir undirritun á nýjum samningi við ÍBV í vikunni. �??�?essu til viðbótar líður mér vel í Eyjum. Umverfið er gott og fólk afar vingjarnlegt. �?að er engu líkara en að ég hafi búið í Eyjum alla ævi. �?? Fremur vildi höfundur þessarar greinar fremur búa um skeið í Vestmannaeyjum eða á Akureyri en í 101. Verst er að hann er fyrir löngu kominn af léttasta skeiði sem íþróttamaður og var heldur aldrei beinlínis framúrskarandi þegar hann var upp á sitt skásta.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst