Í bæjarráði Hornafjarðar næst síðasta dag nýliðins árs var farið yfir atburðarrás sjúkraflugs 28. desember 2016 en þá var ekki hægt að flytja alvarlega veikan sjúkling til Reykjavíkur á Landsspítala háskólasjúkrahús.
�??Hornafjörður er afskekkt og ekki óalgengt að hringvegurinn lokist annað hvort til austurs eða vesturs, eða jafnvel í báðar áttir, vegna veðurs. Langt er í næstu aðstoð, þegar þörf er á liðsauka. Næsta sjúkrahús er Norðfjörður 360 km eða Selfoss 400 km, sem er langur akstur með alvarlega veikt fólk.
Bæjarráð krefst að NA-SV braut 06/24 Reykjavíkurflugvallar verði opin í neyðartilfellum á meðan aðrar lausnir eru ekki tiltækar. �?að er grundvallaratriði að á hverjum tíma séu tryggðar samgöngur af landbyggðinni við Landsspítala Háskólasjúkrahús sem er hefur þá skildu að sinna neyðarþjónustu við alla landsmenn,�?? segir í bókun ráðsins.