Axel O & CO er hljómsveit sem hóf störf fyrir um ári síðan. Forsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Axel Omarsson sem ólst upp á sínum yngri árum í vöggu Country tónlistarinnar í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. �?ar lærði Axel að meta Country tónlist og tók þann áhuga með sér þegar hann flutti aftur til Íslands. Axel kom með Texas hreiminn inn í íslenskt tónlistarlíf sem heillað hefur Country áhugafólk að undanförnu. Meðlimir Axel O & CO eru valinkunnir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi, þeir Magnús Kjartansson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús �?ttarsson. Axel O & CO gáfu út sitt fyrsta lag, �??Country Man�?� í ágúst 2015 og það lag rataði inn á ýmsa vinsældarlista á útvarpsstöðvum erlendis, í Bandaríkjunum og víðar. Lagið skipaði t.d. fyrsta sæti á Country Lista í London í tvær vikur. Nú hefur hljómsveitin gefið út sinn fyrsta disk sem inniheldur 10 frumsamin lög.
Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast kl. 22. Miðaverð er kr. 2.500. Forsala er hafin Tvistinum. Borðapantanir hjá Tótu í síma 846-4086.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst