Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur verið jafnt og stöðugt í nótt að sögn Gunnars B Guðmundssonar jarðeðlisfræðings á veðurstofu íslands. Krafturinn hefur ekki aukist eins hann gerði hægt og bítandi í gær, heldur staðið í heildina í stað í nótt. Sveiflur eru þó í gosinu. Slæmt veður er á Suðurlandi og veðurspáin er slæm.