Ferða fréttamenn The Guardian telja Eldheima í Vestmannaeyjum til áhugaverðustu uppgötvanna ársins 2016. Eldheimar eru eini staðurinn á Íslandi á þessum lista.
Hinir staðirnir eru víða um heim s.s. í Tælandi, Kenya, Kanada, Kína, Spáni og Portúgal.
�?etta er mikill heiður og viðurkenning fyrir safnið.
Í umsögninni segir m.a. að Eldheimar hafi allt sem gestir geti óskað sér á nýju safni. Greinahöfundur er heillaður af hvernig sagan af eldgosinu 1973, uppgröftur húsarústa og nýjasta margmiðlunartækni spila saman við að segja áhugaverða sögu af reynslu fólks, sem þufti að flýja heimili sín í gosinu.