Eigendur íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum sem orðnir eru sjötíu ára og eru ellilífeyrisþegar þurfa ekki að greiða af þeim fasteignagjöld. Áfram verða þó greidd þjónustugjöld. Bæjarráð hefur ákveðið að hafa þennan háttinn á líkt og verið hefur undanfarin ár.
Vísir.is greinir frá.
Bæjarráðið segir þetta gert til að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði og til að mæta hluta af tekjuskerðingu eldri borgara við starfslok. �??�?að er mat bæjarráðs að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk þess sem þessi aðgerð ber með sér hagræðingu þar sem hún dregur úr þörf fyrir mjög kostnaðarfrek annars konar húsnæðisúrræði.�??