Eldur á Boðslóðinni
8. desember, 2013
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í nótt. Eldurinn kviknaði í þvottahúsi í kjallara. Húsið stendur við Boðaslóð. Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út og tókst því fljótlega að ná tökum á eldinum.
Ragnar �?ór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í kvöld, að tekist hefði að slökkva eldinn. Búið væri að reykræsta þvottahúsið og engin hætta væri á ferðum. Íbúar hússins, sem er tvíbýli, hafi yfirgefið húsið um leið og kviknað hafi á reykskynjara. Nokkrar skemmdir eru á íbúðinni fyrir ofan kjallarann vegna reyks og hita, en efri íbúðin slapp alveg við skemmdir. Ragnar segir að fólkið eigi reykskynjaranum mikið og þakka. Hann segir mikilvægt að allir hugi að því að hafa reykskynjara í lagi, helst í hverju herbergi íbúðarhúsa.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst