Elísa Viðarsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins skipa leikmönnum 23 ára og yngri sem mætir Skotum ytra klukkan 14 í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram liði í þessum aldursflokki og mikill heiður fyrir Elísu að vera fyrsti fyrirliði liðsins. Þá er Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV einnig í byrjunarliðinu.